Guardiola svaf ekki vegna áhyggja af Neymar og Mbappe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 09:30 Kylian Mbappe og Neymar hafa skorað saman fjórtán mörk í Meistaradeildinni og alls 51 mark saman í öllum keppnum. Getty/John Berry Knattspyrnustjóri Manchester City hefur miklar áhyggjur af framherjapari Paris Saint Germain fyrir Meistaradeildarleik liðanna í kvöld. Hann er viss um að Barcelona hefði unnið Meistaradeildina oftar með Neymar. Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Manchester City mætir Paris Saint Germain í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Bæði liðin hafa beðið lengi eftir því að vinna Meistaradeildina en það hefur ekki tekist hingað til þrátt fyrir vel mönnuð lið. Neymar og Kylian Mbappé eru frábærir sóknarmenn og tveir af þeim bestu í heimi. Það er því ekkert grín að eiga við þá þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint Germain. Barcelona 'would have won two or three Champions Leagues' if Neymar didn't leave for PSG, claims Pep Guardiola https://t.co/4w9bKsJ8my— MailOnline Sport (@MailSport) April 27, 2021 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi tvær stærstu stjörnur franska liðsins á blaðamannafundi fyrir leikinn sem var haldinn í gær. „Þessir tveir hafa eiginlega of mikið af hæfileikum,“ sagði Pep Guardiola léttur. Kylian Mbappé er með 37 mörk og 10 stoðsendingar í 42 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar er með 14 mörk og 9 stoðsendingar í 24 leikjum. Í Meistaradeildinni er Mbappé með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum en Neymar er með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum. „Ég reyndi að sofa vel í síðustu nótt og það tókst ekki fyrr en ég hætti að hugsa um þessa tvo. Þetta eru tveir ótrúlegir leikmenn. Við erum tilbúnir í það að stoppa þá og verjast þeim sem eitt lið. Við ætlum líka að spila góðan fótbolta og reyna að skora mörk,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola explains how Man City plan to stop Neymar and Kylian Mbappe #mcfc https://t.co/uR8tXajVqF— Manchester City News (@ManCityMEN) April 27, 2021 Guardiola mætti Neymar fyrst þegar brasilíski framherjinn spilaði með Santos á móti Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2011. „Það er gaman að fylgjast með honum sem áhorfandi en hann er með alla Brasilíu á herðunum og það er ekki auðvelt að vera númer tíu hjá Brasilíumönnum,“ sagði Guardiola. „Ég er viss um að ef hann hefði verið áfram hjá Barcelona þá væri félagið búið að vinna Meistaradeildina tvisvar eða þrisvar sinnum í viðbót. Neymar, [Lionel] Messi og [Luis] Suarez voru besta þríeyki sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Leikur Paris Saint Germain og Manchester City hefst klukkan 19.00 og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.50. Upphitun fyrir leikinn verður á sömu stöð frá 18.15. " I tried to sleep well and I slept well when I wasn't thinking of them"Pep Guardiola is weary on facing Mbappe and Neymar pic.twitter.com/1LqlXDL9vs— Football Daily (@footballdaily) April 27, 2021 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira