Erlent

Handsprengjan reyndist hjálpartæki ástarlífsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir pokann líklega hafa verið þarna í skóginum um nokkuð skeið.
Lögreglan segir pokann líklega hafa verið þarna í skóginum um nokkuð skeið. Lögreglan í Hauzenberg

Þegar ung kona á skokki í skógi nærri borginni Passau í Þýskalandi kíkti í grunsamlegan poka brá henni heldur í brún. Þar sá hún handsprengju sem hún taldi úr seinni heimsstyrjöldinni og dreif hún sig til að hringja í lögregluna.

Fundur gamalla sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar er nokkuð algengur í Þýskalandi, jafnvel þó tæp áttatíu ár sé liðin frá lokum stríðsins.

Þegar sprengjusérfræðinga bar að garði gægðust þeir eðli málsins samkvæmt einnig í pokann og komust fljótt að því að þarna var ekki um raunverulega handsprengju að ræða, heldur hjálpartæki ástarlífsins sem leit út eins og handsprengja.

Lögreglan segir að smokkarnir og sleipiefni sem voru í pokanum hafi líka hjálpað sprengjusérfræðingunum að komast að þessari niðurstöðu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að netleit hafi staðfest að um hjálpartæki ástarlífsins væri að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×