Mikil­vægur sigur Chelsea í Meistara­deildar­bar­áttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Werner fagnar sigurmarkinu á meðan leikmenn West Ham svekkja sig.
Werner fagnar sigurmarkinu á meðan leikmenn West Ham svekkja sig. Justin Setterfield/Getty

Chelsea vann ansi öflugan 1-0 sigur á West Ham á útivelli er liðin mættust í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Chelsea er á leið í undanúrslitaleik í Meistaradeildinni í næstu viku en Thomas Tuchel var ekkert að spara marga menn.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru gestirnir sem komust yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Eftir góða sókn gaf Ben Chilwell frábæra sendingu fyrir markið þar sem Timo Werner kom askvaðandi og kláraði færið.

Staðan 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik en þeir voru nærri því að bæta við öðru markinu í síðari hálfleik en West Ham að jafna.

Fátt markvert gerðist þó í síðari hálfleiknum fyrir utan að Fabian Balbuena fékk beint rautt spjald á 82. mínútu.

Hann fylgdi á eftir tæklingu inn í Ben Chilwell og eftir skoðun í VARsjánni gaf Chris Kavanagh varnarmanninum beint rautt spjald.

Lokatölur 1-0 en Chelsea er nú í fjórða sætinu með 58 stig. Sæti neðar er West Ham með 55 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira