Innlent

Tíu greindust með Covid-19 í gær, allir nema einn í sóttkví

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Tíu greindust með Covid-19 í gær og 134 eru í einangrun. 812 eru í sóttkví og 1.106 í skimunarsóttkví. Þá liggja fjórir inni á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Níu voru í sóttkví og einn utan sóttkvíar við greiningu.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Alls voru 844 sýni tekin í einkennasýnatöku, 679 í fyrri og seinni landamæraskimun og 207 í sóttkvíar- og handahófsskimunum.

Alls höfðu 32.609 verið fullbólusettir í gær.

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa 6.390 greinst með Covid-19. Þá hafa 338.227 sýni verið tekin innanlands. Alls hafa 335 verið lagðir inn á sjúkrahús með sjúkdóminn, þar af 54 á gjörgæsludeild.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.