Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 12:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira