Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 12:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Ég tel að þessi lög séu svar við þessu ákalli sem ég hef verið með að við getum beitt harðari aðgerðum á þá sem eru líklegri til að dreifa smiti hér innanlands og mér sýnist þetta vera mjög stórt og gott skref í rétta átt,“ segir Þórólfur Guðnason. Lögin veita heilbrigðisráðherra heimild til að skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að enn eigi eftir að móta hvað verði miðað við þegar sú ákvörðun er tekin. „Við munum setja þessi mörk miðað við það áhættumat sem við getum gert hér á landamærasmitum, hvaðan eru smitin að koma, hvaða lönd eru það aðallega og svo framvegis. Við þurfum að skoða það í heildrænu samhengi og setja þannig mörkin. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að gera það þannig en að nota skilgreiningar frá Evrópu sem kannski eiga ekki endilega við okkur. Við þurfum að sníða okkar aðgerðir að okkar eigið áhættumati,“ segir Þórólfur. Lögin veita einnig sóttvarnalækni heimild til að veita undanþágu frá því að vera í sóttvarnahúsi á milli skimana við komuna til landsins, en Þórólfur segir enn eiga eftir að koma í ljós við hvaða aðstæður undanþágur verða veittar. Frumvarpið um breytingar á sóttvarnalögum tók miklum breytingum í nótt og er Þórólfur ánægður með þær. „Það voru teknar inn ábendingar, sem ég og fleiri komu með fyrir velferðarnefnd, að það er ekki einöngu miðað við nýgengi smita heldur líka hægt að leggja mat á veiruafbrigði. Eru þau meira smitandi eða alvarlegri til dæmis, þó nýgengið sé ekki voðalega hátt. Þá er hægt að grípa til aðgerða frá því svæði, ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa þá heimild þarna inni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira