Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira