Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 09:59 Bóluefni Astrazeneca. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent