Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2021 18:39 Bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hafa að mestu farið fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent