Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2021 18:39 Bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hafa að mestu farið fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti um lánið frá Norðmönnum á vef stjórnarráðsins í morgun. Fljótlega fóru norskir fjölmiðlar að fjalla um lánið en TV2 náði tali af upplýsingafulltrúa norskra yfirvalda sem sagði lánið til skoðunar og niðurstöðu yrði að vænta fljótlega. Gangi allt eftir er vonast til að bóluefnaskammtarnir verði komnir hingað til lands eftir helgi. Það mun verða þess valdandi að nánast verður lokið við að bólusetja alla yfir 60 ára aldri í næstu viku. „Þessir skammtar munu flýta verulega bólusetningum á 60 ára og eldri, sennilega um tvær til þrjár vikur í það minnsta,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis. Þegar búið er að bólusetja 60 ára og eldri verður næsti hópur þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum. „Það er mjög mikið hjartasjúkdómar, eins og kransæðasjúkdómar, eða hjartabilun, meðfæddir hjartagallar. Sykursýki, lungnasjúkdómar áunnir og meðfæddir, ýmis krabbamein og ónæmisbælandi meðferðir. Þetta eru sjúkdómarnir sem eru tilgreindir í leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti,“ segir Kamilla. Undirliggjandi sjúkdómar sem setja einstaklinga í mestu áhættuna gagnvart Covid eru fyrst og fremst ónæmisbæling og þeir sem eru með lungna- eða hjartasjúkdóma og geta veikst mjög hratt ef þeir fá lungnasýkingu. Lang algengasti áhættuþættirnir hér á landi eru offita og hár blóðþrýstingur. Þeir sem eru um fimmtugt og ekki með undirliggjandi sjúkdóm geta ekki búist við bólusetningu fyrr en í sumar að sögn Kamillu. „Á eftir áhættuþáttunum koma leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar og þeir sem starfa í velferðarþjónustunni en hafa ekki enn fengið bólusetningu. Svo einstaklingar í viðkvæmri félagslegri stöðu. Þannig að einstaklingar með enga undirliggjandi áhættuþætti og ekki í neinum starfstengdum forgangi munu væntanlega ekki fá fyrr en í sumar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. 21. apríl 2021 15:49