Þingfundi frestað enn einu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 22:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra leggur frumvarpið fram. Vísir/vilhelm Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar, sem fundar enn. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í dag, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Boðað var til þingfundar að nýju klukkan 21:30 en honum var frestað til 23. Þegar klukkan sló 23 kom Guðjón S. Brjánsson, fyrsti varaforseti alþingis, upp í pontu og frestaði þingfundi um klukkutíma, eða til miðnættis. Hann kom svo aftur upp í pontu á miðnætti og frestaði þingfundi um annan klukkutíma, eða til klukkan eitt. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í velferðarnefnd, segir í samskiptum við Vísi skömmu eftir klukkan 23 að ekki sé útlit fyrir að nefndin ljúki vinnu sinni fyrir miðnætti, þegar þingfundur á að hefjast. Útlit sé fyrir langa nótt á Alþingi. Stefnt er að því að ljúka annarri og þriðju umræðu um frumvarpið í kvöld og að lögin taki gildi á morgun. Þau miða meðal annars að því að taka harðar á þeim sem koma til landsins frá hááhættusvæðum. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, var á meðal þeirra sem setti spurningamerki við frumvarpið í þingsal í dag. Þá sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist við því að frumvarpið tæki „þónokkrum breytingum“ í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:02.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53 Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. 21. apríl 2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16