Erlent

Leita horfins kafbáts við Balí

Kjartan Kjartansson skrifar
KRI Nanggala-402 kafbátu indónesíska sjóhersins í september.
KRI Nanggala-402 kafbátu indónesíska sjóhersins í september. Vísir/Getty

Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina.

Reuters-fréttastofan segir að 53 séu um borð í kafbátnum sem var smíðaður í Þýskalandi árið 1978, af gerðinni KRI Nanggala-402. Báturinn var við tundurskeytaæfingar en óttast var um afdrif hans þegar stjórnendur hans höfðu ekki samband á tilsettum tíma.

Talið er að kafbáturinn hafi horfið um 96 kílómetra norður af Balí snemma í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Yfirvöld í Ástralíu og Singapúr hafa ekki svarað því hvort að þau ætli að koma Indónesíumönnum til aðstoðar í leitinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×