Erlent

Viðbrögð við sakfellingu Chauvin: „Í dag grátum við gleðitárum“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Philonise Floyd þurrkar tár af hvörmum eftir dómsuppkvaðninguna í gær.
Philonise Floyd þurrkar tár af hvörmum eftir dómsuppkvaðninguna í gær. AP/Julio Cortez

„Í dag grátum við gleðitárum,“ sagði Christ Stewart, lögmaður Floyd-fjölskyldunnar, þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana.

„Við þurfum að skilja að við þurfum alltaf að fjölmenna,“ sagði Philonise Floyd, einn af yngri bræðrum George, þegar hann minntist morðsins á Emmett Till, svörtum dreng sem var myrtur í Mississippi árið 1955.

„Við verðum að halda þessu áfram að eilífu. Við verðum að mótmæla, því þetta virðist vera óendanleg hringrás.“

Gail Russell, 68 ára, féll á hné í New Orleans og þakkaði guði þegar niðurstaðan lá fyrir.AP/David Grunfeld

„Í hreinskilni sagt þá finn ég til léttis, því við höfum verið að bera þunga byrði,“ Rema Miller, fyrrverandi félagsráðgjafi í Atlanta. „Svart fólk hefur verið að bera þessi 29, 30 dauðsföll sem hafa orðið af völdum lögreglumanna.“

„Nei, nei, við erum ekki sátt og verðum ekki sátt fyrr en réttlætið rennur eins og vatn og réttsýnin eins og stríður straumur,“ hafði The Martin Luther King Jr. Center eftir mannréttindaleiðtoganum mikla.

Ingrid Noel, 51 ára, grætur á öxl Robert Bolden fyrir utan Barclays Center í Brooklyn.AP/Brittainy Newman

„Risastórt skref í átt að réttlæti“ en baráttunni hvergi nærri lokið

„Í dag tók kviðdómur rétta ákvörðun. En raunverulegt réttlæti krefst miklu meira,“ sagði Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti á Twitter.

„Þetta gæti orðið risastórt skref í átt að réttlæti í Bandaríkjunum,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti. Áður en dómur lá fyrir hafði Biden sagt að hann bæði þess að kviðdómurinn kæmist að „réttri“ niðurstöðu.

Skilaboð körfuknattleikshetjunnar LeBron James voru einföld:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.