Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 23:59 Svandís Svavarsdóttir leggur fram frumvarp sem ryður brautina fyrir breytingar á sóttvörnum við landamærin. Þær verða ekki eins strangar og ætlunin var með breytingum sem tóku gildi í upphafi mánaðar. Fjöldi fólks mun geta komist hjá því að dvelja á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. Jafnframt gerir frumvarpið dómsmálaráðherra kleift að banna útlendingum að ferðast hingað frá löndum, sem þó uppfylli almenn komuskilyrði til landsins. Sóttvarnalæknir hefur þó sagst telja að þessari heimild verði ekki mikið beitt. Veigamesta breytingin í frumvarpinu snýr að algerri skyldu fólks til dvalar á sóttkvíarhóteli, sem kemur frá löndum þar sem einhvers staðar mælist nýgengi upp á yfir 1.000 smit síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa. Af ummælum stjórnarliða að dæma ætti frumvarpið að hljóta nauðsynlegan stuðning og jafnvel út fyrir ríkisstjórnarflokkana. Reglurnar sem á því byggja eiga að taka gildi 22. apríl og gilda til 30. júní. Umsókn skal berast tveimur sólarhringum fyrir komu Umrætt ákvæði leiðir ekki til skyldudvalar fyrir stóran hóp, enda mælist nýgengi ekki yfir 1.000 nema í fjórum löndum: Frakklandi, Póllandi, Ungverjalandi og Hollandi. Í þessum löndum eru það einstök héruð sem eru þessu marki brennd og fyrir það eru allir farþegar þaðan látnir gjalda. Um leið og nýgengið fer undir 1.000 á eina svæðinu sem gerir landið að hááhættusvæði, geta farþegar frá landinu öllu aftur fengið undanþágur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson: Farið yfir efni blaðamannafundarins, sem reyndist sumum áhorfendum höfuðverkur. Til að mynda var ekki skýrt að því kveðið í framsögu ráðherranna á fundinum, að nýgengi í löndunum myndi miðast við verstu svæðin innan þeirra, þannig að viðmið um 1.000 smit skaut í fljótu bragði skökku við. Nýgengið er nefnilega hvergi 1.000 að meðaltali í heilu ríki. Vísir/Vilhelm Til þess að fá undanþágu þegar komið er frá löndum þar sem nýgengið hefur verið meira en 750, þarf að senda inn umsókn þess efnis tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Við afgreiðslu þeirrar umsóknar er síðan rýnt í tölurnar frá svæðinu og síðan sagt af eða á. Það sem kemur ekki fram í frumvarpinu er skilgreining á því hvað telst fullnægjandi sönnun þess að ferðamaðurinn muni „uppfylla öll skilyrði sóttkvíar í húsnæði á eigin vegum.“ Ef smit eru færri en 750 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur á svæðinu þaðan sem ferðamaðurinn er að koma, er honum frjálst að fara í sóttkví hvar sem hann vill hér á landi án þess að þurfa að sækja um nokkra undanþágu. Farþegar frá Spáni, Danmörku, Grikklandi, Slóvakíu, Þýskalandi, Ítalíu, Rúmeníu og fjölda annarra landa eru því frjálsir ferða sinna við komuna til landsins. Gefið hefur verið út að eftirlit með sóttkví hafi þó verið hert. Vægari aðgerðir en lagt var upp með Þessar sóttvarnaráðstafanir eru hvergi nærri eins róttækar og lagt var upp með í byrjun apríl hér á landi, þegar skylda átti hvern einasta komufarþega frá landi þar sem nýgengið var yfir 500 til fimm daga dvalar á sóttkvíarhóteli. Þetta var dæmt ólögmætt fjórum dögum eftir gildistöku vegna þess að fullnægjandi lagastoð hafði ekki verið reist fyrir þessari reglugerð. Eftir að dómur féll ákvað ríkisstjórnin þrátt fyrir hávært ákall úr ýmsum áttum ekki að skapa lagastoð fyrir fyrri reglugerð, heldur aðeins fyrir vægari aðgerðum, sem mætti kalla milliveg á milli upphaflegrar reglugerðar og óbreytts ástands við landamærin. Þingmenn úr röðum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins fóru fram með yfirlýsingar á undanförnum dögum þar sem þeir hvöttu til lagasetningar sem renndi stoðum undir skylduvist allra á sóttkvíarhóteli. Samfylkingin lagði fram frumvarp í þá veru. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa aftur á móti margir lýst sig andvígir slíkum breytingum, svo sem Vilhjálmur Árnason, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen. Þau hafa talið skylduvist á sóttkvíarhóteli of mikið inngrip. Öll smit tengjast landamærunum Í greinargerð frumvarpsins segir að gildandi takmarkanir á landamærum hafi ekki dugað til. Smit berist í gegnum landamærin og inn í samfélagið. Reynslan sýni að aðeins þurfi einn einstakling sem ekki virði reglur um sóttkví við komuma til landsins til að hrinda af stað stórri hópsýkingu og jafnvel nýrri bylgju faraldurs. Alls hafa 118 mál komið til kasta lögreglu vegna brota á sóttkví og einangrun frá því faraldurinn braust út, þar af 24 á þessu ári. Öll málin sem upp hafa komið á árinu 2021 tengjast landamærunum. Öll Covid-19 smit hér á landi tengjast einfaldlega smitum af landamærum með einum eða öðrum hætti, eins og segir í greinargerðinni. 202 virk smit greindust frá 1. febrúar til 1. apríl, 97 innanlands. Til samanburðar greindist eitt samfélagssmit í Nýja-Sjálandi á sama tímabili. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. 20. apríl 2021 19:39 „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Jafnframt gerir frumvarpið dómsmálaráðherra kleift að banna útlendingum að ferðast hingað frá löndum, sem þó uppfylli almenn komuskilyrði til landsins. Sóttvarnalæknir hefur þó sagst telja að þessari heimild verði ekki mikið beitt. Veigamesta breytingin í frumvarpinu snýr að algerri skyldu fólks til dvalar á sóttkvíarhóteli, sem kemur frá löndum þar sem einhvers staðar mælist nýgengi upp á yfir 1.000 smit síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa. Af ummælum stjórnarliða að dæma ætti frumvarpið að hljóta nauðsynlegan stuðning og jafnvel út fyrir ríkisstjórnarflokkana. Reglurnar sem á því byggja eiga að taka gildi 22. apríl og gilda til 30. júní. Umsókn skal berast tveimur sólarhringum fyrir komu Umrætt ákvæði leiðir ekki til skyldudvalar fyrir stóran hóp, enda mælist nýgengi ekki yfir 1.000 nema í fjórum löndum: Frakklandi, Póllandi, Ungverjalandi og Hollandi. Í þessum löndum eru það einstök héruð sem eru þessu marki brennd og fyrir það eru allir farþegar þaðan látnir gjalda. Um leið og nýgengið fer undir 1.000 á eina svæðinu sem gerir landið að hááhættusvæði, geta farþegar frá landinu öllu aftur fengið undanþágur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson: Farið yfir efni blaðamannafundarins, sem reyndist sumum áhorfendum höfuðverkur. Til að mynda var ekki skýrt að því kveðið í framsögu ráðherranna á fundinum, að nýgengi í löndunum myndi miðast við verstu svæðin innan þeirra, þannig að viðmið um 1.000 smit skaut í fljótu bragði skökku við. Nýgengið er nefnilega hvergi 1.000 að meðaltali í heilu ríki. Vísir/Vilhelm Til þess að fá undanþágu þegar komið er frá löndum þar sem nýgengið hefur verið meira en 750, þarf að senda inn umsókn þess efnis tveimur sólarhringum fyrir komu til landsins. Við afgreiðslu þeirrar umsóknar er síðan rýnt í tölurnar frá svæðinu og síðan sagt af eða á. Það sem kemur ekki fram í frumvarpinu er skilgreining á því hvað telst fullnægjandi sönnun þess að ferðamaðurinn muni „uppfylla öll skilyrði sóttkvíar í húsnæði á eigin vegum.“ Ef smit eru færri en 750 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur á svæðinu þaðan sem ferðamaðurinn er að koma, er honum frjálst að fara í sóttkví hvar sem hann vill hér á landi án þess að þurfa að sækja um nokkra undanþágu. Farþegar frá Spáni, Danmörku, Grikklandi, Slóvakíu, Þýskalandi, Ítalíu, Rúmeníu og fjölda annarra landa eru því frjálsir ferða sinna við komuna til landsins. Gefið hefur verið út að eftirlit með sóttkví hafi þó verið hert. Vægari aðgerðir en lagt var upp með Þessar sóttvarnaráðstafanir eru hvergi nærri eins róttækar og lagt var upp með í byrjun apríl hér á landi, þegar skylda átti hvern einasta komufarþega frá landi þar sem nýgengið var yfir 500 til fimm daga dvalar á sóttkvíarhóteli. Þetta var dæmt ólögmætt fjórum dögum eftir gildistöku vegna þess að fullnægjandi lagastoð hafði ekki verið reist fyrir þessari reglugerð. Eftir að dómur féll ákvað ríkisstjórnin þrátt fyrir hávært ákall úr ýmsum áttum ekki að skapa lagastoð fyrir fyrri reglugerð, heldur aðeins fyrir vægari aðgerðum, sem mætti kalla milliveg á milli upphaflegrar reglugerðar og óbreytts ástands við landamærin. Þingmenn úr röðum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins fóru fram með yfirlýsingar á undanförnum dögum þar sem þeir hvöttu til lagasetningar sem renndi stoðum undir skylduvist allra á sóttkvíarhóteli. Samfylkingin lagði fram frumvarp í þá veru. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa aftur á móti margir lýst sig andvígir slíkum breytingum, svo sem Vilhjálmur Árnason, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen. Þau hafa talið skylduvist á sóttkvíarhóteli of mikið inngrip. Öll smit tengjast landamærunum Í greinargerð frumvarpsins segir að gildandi takmarkanir á landamærum hafi ekki dugað til. Smit berist í gegnum landamærin og inn í samfélagið. Reynslan sýni að aðeins þurfi einn einstakling sem ekki virði reglur um sóttkví við komuma til landsins til að hrinda af stað stórri hópsýkingu og jafnvel nýrri bylgju faraldurs. Alls hafa 118 mál komið til kasta lögreglu vegna brota á sóttkví og einangrun frá því faraldurinn braust út, þar af 24 á þessu ári. Öll málin sem upp hafa komið á árinu 2021 tengjast landamærunum. Öll Covid-19 smit hér á landi tengjast einfaldlega smitum af landamærum með einum eða öðrum hætti, eins og segir í greinargerðinni. 202 virk smit greindust frá 1. febrúar til 1. apríl, 97 innanlands. Til samanburðar greindist eitt samfélagssmit í Nýja-Sjálandi á sama tímabili.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. 20. apríl 2021 19:39 „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21
Telur verulega vankanta á boðuðum reglum eftir „ruglingslega“ kynningu Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir á Landspítala telur ýmsa vankanta á boðuðum landamæraaðgerðum stjórnvalda, sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag. Nýju reglurnar hafi verið afar óskýrar, auk þess sem hann setur spurningamerki við hina háu nýgengistölu sem miðað er við til að skylda ferðamenn á sóttkvíarhótel. 20. apríl 2021 19:39
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent