Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 22:07 Sýnataka vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Fleiri hundruð eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu. Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sjá meira
Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13