Erlent

Walter Mondale fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna látinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mondale og Carter árið 2018.
Mondale og Carter árið 2018. AP/Anthony Souffle

Walter Mondale, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn. Hann var 93 ára. Mondale var varaforseti Jimmy Carter, sem sagði Mondale „besta varaforsetann í sögu landsins“. 

Carter var kjörinn forseti 1976 en hann og Mondale lutu í lægra haldi fyrir Ronald Reagan og George H. W. Bush. Í kosningunum 1984 var Mondale forsetaefni Demókrataflokksins en hann tapaði stórkostlega fyrir Reagan, sem náði endurkjöri með 525 af 538 kjörmönnum.

Mondale verður hins vegar minnst fyrir að vera fyrsti forsetaframbjóðandi annars stóru flokkanna til að velja konu sem varaforsetaefni, þegar hann valdi Geraldine Ferraro sem meðframbjóðanda sinn.

Eftir að tilkynnt var um andlát Mondale sagði Carter í yfirlýsingu að Mondale hefði verið ómetanlegur félagi og hæfur þjónn Minnesota, Bandaríkjanna og heimsins.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sögðust þakklát fyrir að geta kallað föðurlandsvinin Mondale kæran vin og læriföður.

Minningarathafnir mun fara fram í Minnesota og Washington D.C.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×