Erlent

Fyrsti leið­togi kúb­verska Kommún­ista­flokksins utan Ca­stro-ættarinnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Díaz-Canel (t.v.) með Raúl Castro á góðri stundu.
Díaz-Canel (t.v.) með Raúl Castro á góðri stundu. AP/Ramón Espinosa

Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, verður næsti leiðtogi kommúnistaflokks landsins. Hann tekur við af Raúl Castro og verður þannig fyrsti leiðtogi flokksins sem ber ekki eftirnafnið Castro.

Kommúnistaflokkur Kúbu tilkynnti í dag að Díaz-Canel tæki við leiðtogahlutverkinu sem er talið enn valdameira en embætti forseta landsins. Frá byltingunni árið 1959 hafa aðeins tveir menn ráðið ríkjum á eyjunni, bræðurnir Fidel og Raúl Castro.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að Díaz-Canel, sem er sextugur, sé talinn hollur Castro og efnahagskerfinu sem bræðurnir aðhylltust. Mikilla breytinga sé ekki að vænta undir stjórn hans.

Raúl Castro, sem er 89 ára gamall, tilkynnti á föstudag að hann ætlaði að segja sig frá forystu flokksins og rýma til fyrir yngri kynslóðum. Hann hafði gegnt embættinu frá 2011 þegar eldri bróðir hans Fidel steig til hliðar. Fidel Castro lést árið 2016.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×