UEFA tilkynnir nýtt fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2021 14:25 Nýtt fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildinni tekur gildi haustið 2024. UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA tilkynnti í dag nýtt fyrirkomulag á Evrópu-keppnum sínum. Um er að ræða bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. Tekur fyrirkomulagið gildi árið 2024 þegar núverandi sjónvarpssamningur rennur sitt skeið. UEFA hafði fyrir þónokkru síðan staðfest að tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu yrði tilkynnt í dag, 19. apríl. Það kom því ekki á óvart þegar stofnendur nýrrar „ofurdeildar“ Evrópu birtu áætlanir sínar síðla kvölds í gær. Upphaflega stóð til að tilkynna breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar þann 31. mars síðastliðinn en nokkur lið innan ECA - samband knattspyrnufélaga í Evrópu - vildu lengri tíma til að ræða auglýsingamál keppninnar og hvernig fjármunum yrði dreift. Það virtist vera komin niðurstaða í málið fyrir helgi og planið var að tilkynna breytingarnar í dag. Það fór heldur betur á hliðina í gær er tólf af stærri liðum Evrópu ákváðu að gefa út að þau væru að stofna sína eigin deild og myndu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í kjölfarið. Nú hefur UEFA birt nýtt fyrirkomulag en það einnig yfir Evrópudeildina og svo þriðju Evrópukeppnina sem verður sett á laggirnar bráðlega, Sambandsdeild Evrópu [UEFA Europa Conference League]. „Svissneska kerfið“ Nýtt fyrirkomulag á rætur að rekja til Zurich í Sviss. Það er þó ekkert tengd fótbolta heldur skák og var kerfið notað á skákmótum þar í landi fyrir meira en öld síðan. Kerfið hefur í raun aldrei verið reynt þegar kemur að afreksíþróttum. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Úr 32 í 36. Ein deild [Einn riðill]. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra hluta: Hvert lið spilar tíu leiki en mætir liðum úr öllum fjórum hlutum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti færu svo í umspil um hvaða lið myndu einnig komast í 16-liða úrslit. Þau lið sem ekki kæmust úr umspilinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. The #UEFAExCo has approved a new format for club competitions as of the 2024/25 season. The reforms come after an extensive consultation across the football family. The changes made are designed to secure the positive future of European football at every level.#UCL #UEL— UEFA (@UEFA) April 19, 2021 Ekkert mun breytast er varðar þátttökuskilyrði í Meistara- eða Evrópudeildina. Liðin vinna sér inn þátttökurétt með góðu gengi heima fyrir. Um er að ræða breytingar á Meistaradeild karla í knattspyrnu en kvennamegin breytist fyrirkomulagið á næstu leiktíð. Þá verður það líkt því sem þekkist karlamegin í dag. Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
UEFA hafði fyrir þónokkru síðan staðfest að tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu yrði tilkynnt í dag, 19. apríl. Það kom því ekki á óvart þegar stofnendur nýrrar „ofurdeildar“ Evrópu birtu áætlanir sínar síðla kvölds í gær. Upphaflega stóð til að tilkynna breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar þann 31. mars síðastliðinn en nokkur lið innan ECA - samband knattspyrnufélaga í Evrópu - vildu lengri tíma til að ræða auglýsingamál keppninnar og hvernig fjármunum yrði dreift. Það virtist vera komin niðurstaða í málið fyrir helgi og planið var að tilkynna breytingarnar í dag. Það fór heldur betur á hliðina í gær er tólf af stærri liðum Evrópu ákváðu að gefa út að þau væru að stofna sína eigin deild og myndu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í kjölfarið. Nú hefur UEFA birt nýtt fyrirkomulag en það einnig yfir Evrópudeildina og svo þriðju Evrópukeppnina sem verður sett á laggirnar bráðlega, Sambandsdeild Evrópu [UEFA Europa Conference League]. „Svissneska kerfið“ Nýtt fyrirkomulag á rætur að rekja til Zurich í Sviss. Það er þó ekkert tengd fótbolta heldur skák og var kerfið notað á skákmótum þar í landi fyrir meira en öld síðan. Kerfið hefur í raun aldrei verið reynt þegar kemur að afreksíþróttum. Í grunninn snýst þetta um að fjölga leikjum liða í Meistaradeild Evrópu. Hér að neðan má sjá helstu breytingar á keppni þeirra bestu. Liðum fjölgar um fjögur: Úr 32 í 36. Ein deild [Einn riðill]. Tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum: Alls fimm heima- og fimm útileikir. Lið verða sett í fjóra hluta: Hvert lið spilar tíu leiki en mætir liðum úr öllum fjórum hlutum. Efstu átta liðin fara áfram í útsláttarkeppni með hefðbundnu sniði eins og þekkist nú. Liðin í 9. til 24. sæti færu svo í umspil um hvaða lið myndu einnig komast í 16-liða úrslit. Þau lið sem ekki kæmust úr umspilinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar færu í Evrópudeildina. Lokastaða riðilsins hefur áhrif á hver mætir hverjum í útsláttarkeppninni: 1. sæti myndi mæta 16. sæti og koll af kolli. Sama mun eiga við um Evrópu- og Sambandsdeild UEFA. Í Evrópudeild yrðu átta leikir og svo útsláttarkeppni á meðan um sex leiki væri að ræða í Sambandsdeildinni. The #UEFAExCo has approved a new format for club competitions as of the 2024/25 season. The reforms come after an extensive consultation across the football family. The changes made are designed to secure the positive future of European football at every level.#UCL #UEL— UEFA (@UEFA) April 19, 2021 Ekkert mun breytast er varðar þátttökuskilyrði í Meistara- eða Evrópudeildina. Liðin vinna sér inn þátttökurétt með góðu gengi heima fyrir. Um er að ræða breytingar á Meistaradeild karla í knattspyrnu en kvennamegin breytist fyrirkomulagið á næstu leiktíð. Þá verður það líkt því sem þekkist karlamegin í dag.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu UEFA Ofurdeildin Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira