Erlent

Baer­bock kanslara­efni þýskra Græningja

Atli Ísleifsson skrifar
Annalena Baerbock tók við sem annar leiðtogi Græningja í ársbyrjun 2018.
Annalena Baerbock tók við sem annar leiðtogi Græningja í ársbyrjun 2018. AP

Græningjar í Þýskalandi hafa tilkynnt að Annalena Baerbock, þingkona og annar leiðtogi flokksins, verði kanslaraefni flokksins í þingkosningunum sem fara fram í Þýskalandi þann 26. september.

Græningjar hafa verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu mánuði og ef fram fer sem horfir má telja líklegt að flokkurinn verði í lykilstöðu við myndun stjórnar að loknum kosningum.

Græningjar greindu frá því í morgun að hin fertuga Annalena Baerbock verði kanslaraefnið, en valið stóð milli hennar og hins leiðtoga flokksins, Robert Habeck.

Baerbock hefur setið á þingi fyrir Græningja frá árinu 2013, en hún er þingmaður Brandenborgar. Hún er menntuð stjórnmálafræðingur og lögfræðingur frá London School of Economics. Hún tók við sem annar leiðtogi Græningja í ársbyrjun 2018.

Ljóst er að nýr maður mun taka við kanslaraembættinu eftir kosningarnar í haust, þar sem Angela Merkel hefur tilkynnt að þetta kjörtímabil verði hennar síðasta.  


Tengdar fréttir

Spennan í kanslara­kapp­hlaupinu magnast

Spenna færðist í kapphlaupið um embætti kanslara Þýskalands í dag þegar Markus Söder, ríkisstjóri Bæjarlands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjarlandi (CDS), tilkynnti framboð sitt til embættisins í dag. Armin Laschet, formaður Kristilegra demókrata (CDU), hefur þegar gefið kost á sér í embættið.

Armin Laschet nýr for­maður Kristi­legra demó­krata

Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.