Fótbolti

Brönd­by og AGF skildu jöfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF er liðið gerði 2-2 jafntefli við Bröndby í dag.
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF er liðið gerði 2-2 jafntefli við Bröndby í dag. VÍSIR/GETTY

Íslendingalið Bröndby og AGF mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aðeins einn Íslendingur tók þó þátt í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF á meðan Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á varamannabekk Bröndby. Jón Dagur var tekinn af velli á 57. mínútu leiksins en þá var staðan 2-1 AGF í vil.

Kevin Diks kom gestunum í AGF yfir strax á 16. mínútu en Andreas Maxso jafnaði metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar hálftími var liðinn. Gestirnir komust yfir á nýjan leik rétt áður en fyrri hálfleik var lokið. Hinn 19 ára gamli Albert Grønbæk með marki.

Eins og áður sagði fór Jón Dagur af velli þegar tæp klukkustund var liðin og fór það svo að Bröndby jafnaði metin á 71. mínútu þökk sé marki Jesper Lindstrom.

Jafntefli voru ekki úrslitin sem Bröndby vildi en liðið er nú þremur stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um titilinn. Þá á Midtjylland leik til góða. AGF er í 4. sæti, þremur stigum á eftir FC Kaupmannahöfn sem er í 3. sætinu og þremur stigum á undan Nordsjælland sem er í 5. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.