Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 15:45 Eigendur Manchester United og Tottenham Hotspur voru hlynntir stofnun ofurdeildar Evrópu. vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina. Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
UEFA og knattspyrnusambönd hinna ýmsu landa voru ekki lengi að gefa frá sér yfirlýsingu eftir orðróma dagsins um að tólf lið – sex frá Englandi, þrjú frá Spáni og þrjú frá Ítalíu – væru tilbúin að stofna ofurdeild Evrópu. „Úrvalsdeildin fordæmir allar tillögur sem gera atlögu að skilgreiningunni á opinni keppni og heilindum íþrótta. Úrvalsdeildin er stolt að halda úti keppni sem fær hvað mest áhorf um heim allan. Ofurdeild Evrópu mun grafa undan knattspyrnu í heild sinni og mun hafa skaðleg áhrif á ensku úrvalsdeildina og liðin sem í henni eru,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildinni. Sameiginleg yfirlýsing knattspyrnusambanda Englands, Ítalíu og Spánar er á sama veg. Þar segir að samböndin muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu. Ofurdeildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en nú hefur UEFA sent skýr skilaboð. Fari svo að lið ætli sér að vera með í svokallaðri ofurdeild – sem inniheldur lið sem eru um miðja deild í deildarkeppninni heima fyrir – verður neitað um þátttöku í deildarkeppni síns lands. Florentino Perez to be Chairman Henry, Glazer, Kroenke and Agnelli to be vice-chairmen 6 English, 3 Spanish, 3 Italian teams signed upMARTIN SAMUEL: English football's Big Six to reveal plan to join Super League TONIGHT https://t.co/V07TF0uo3u— MailOnline Sport (@MailSport) April 18, 2021 Þá hafði komið babb í bátinn er Þýskalandsmeistarar Bayern og Frakklandsmeistarar París Saint-Germain höfðu gefið út að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Hvort þetta sé það síðasta sem við heyrum af téðri ofurdeild verður að koma í ljós en miðað við sum liðin sem vilja stofna slíka deild ætti frekar að kalla hana miðlungsdeildina.
Fótbolti UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira