Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2021 14:01 Ingenuity á yfirborð Mars. Myndin er tekin af vélmenninu Perseverance. NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. Heppnist tilraunaflugið verður þetta í fyrsta sinn sem far er flogið á annarri reikistjörnu. Ekki þykir víst að Ingenuity taki á loft og þá ef það tekst, hvort hægt verði að fljúga þyrlunni af í einhvern tíma og stýra henni. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Hægt verður að fylgjast með útsendingu morgundagsins á Youtubesíðu NASA. Útsendingin á að hefjast klukkan 10:15 í fyrramálið. Í grein á vef NASA er farið yfir vandamálin sem hafa komið upp og útskýrt hvað til stendur að reyna á morgun. Í stuttu máli sagt hafa tvær lausnir fundist og reyna á þá auðveldari á morgun. Heppnist það ekki stendur til að skipta út stýrikerfi þyrlunnar. Sjá einnig: Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Um 85 prósent líkur eru taldar á því að vísindamönnunum takist að komast hjá vandamálinu á morgun. Heppnist það ekki, sé þó ekkert sem komi í veg fyrir að hægt verði að reyna aftur seinna. Fortune favors the bold. (But we still have a back-up plan.) #MarsHelicopter project manager MiMi Aung explains why the team is optimistic about the first flight attempt on Monday: https://t.co/cwCEcDvoQZ pic.twitter.com/CR4jQBGr2M— NASA JPL (@NASAJPL) April 18, 2021 Geimurinn Mars Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Heppnist tilraunaflugið verður þetta í fyrsta sinn sem far er flogið á annarri reikistjörnu. Ekki þykir víst að Ingenuity taki á loft og þá ef það tekst, hvort hægt verði að fljúga þyrlunni af í einhvern tíma og stýra henni. Andrúmsloft plánetunnar rauðu er mun þynnra en andrúmsloft jarðarinnar. Þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem við eru vön hér á jörðinni en á móti kemur að þyngdaraflið á mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðarinnar. Þyrluspaðar Ingenuity munu snúast um 2.400 sinnum á mínútu, sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur gera á jörðinni. Hægt verður að fylgjast með útsendingu morgundagsins á Youtubesíðu NASA. Útsendingin á að hefjast klukkan 10:15 í fyrramálið. Í grein á vef NASA er farið yfir vandamálin sem hafa komið upp og útskýrt hvað til stendur að reyna á morgun. Í stuttu máli sagt hafa tvær lausnir fundist og reyna á þá auðveldari á morgun. Heppnist það ekki stendur til að skipta út stýrikerfi þyrlunnar. Sjá einnig: Fyrstu þyrluflugferðinni seinkar vegna hugbúnaðaruppfærslu Um 85 prósent líkur eru taldar á því að vísindamönnunum takist að komast hjá vandamálinu á morgun. Heppnist það ekki, sé þó ekkert sem komi í veg fyrir að hægt verði að reyna aftur seinna. Fortune favors the bold. (But we still have a back-up plan.) #MarsHelicopter project manager MiMi Aung explains why the team is optimistic about the first flight attempt on Monday: https://t.co/cwCEcDvoQZ pic.twitter.com/CR4jQBGr2M— NASA JPL (@NASAJPL) April 18, 2021
Geimurinn Mars Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. 5. mars 2021 23:39
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30