Fótbolti

Barcelona bikar­meistari eftir stór­sigur á Bil­bao

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Börsungar fóru á kostum í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn.
Börsungar fóru á kostum í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. EPA-EFE/Julio Munoz

Barcelona er sigurvegari spænska konungsbikarsins í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Athletic Bilbao í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá fóru Börsungar hreinlega á kostum í þeim síaðri. Antoine Griezmann kom þeim yfir á 60. mínútu eftir sendingu Frenke de Jong. Sá síðarnefndi bætti svo við öðru markinu þremur mínútum síðar eftir sendingu Jordi Alba.

Lionel Messi skoraði svo gull af marki á 68. mínútu eftir magnaða sókn Börsunga þar sem þeir léku upp allan völlinn og Messi fékk á endanum sendingu inn fyrir vörn Bilbao frá De Jong. 

Messi lætur ekki bjóða sér slík færi tvisvar og skoraði þriðja mark leiksins.

Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu, að þessu sinni eftir sendingu Jordi Alba. Griezmann skoraði svo það sem hefði verið fimmta mark Barcelona undir lok leiks en myndbandsdómari leiksins dæmdi það af.

Lokatölur 4-0 og Barcelona því bikarmeistari í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.