Erlent

Ber­línar­búar mót­mæltu ó­gildingu á þaki á leigu­verði

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur söfnuðust saman við Hermannplatz í Neukölln og gengu að Kottbusser Tor í Kreuzberg í austurhluta borgarinnar.
Mótmælendur söfnuðust saman við Hermannplatz í Neukölln og gengu að Kottbusser Tor í Kreuzberg í austurhluta borgarinnar. EPA

Þúsundir Berlínarbúa mótmæltu á götum úti í gær niðurstöðu stjórnlagadómstóls Þýskalands að ákvörðun yfirvalda í höfuðborginni að setja þak á leiguverð standist ekki stjórnarskrá. Leigjendur óttast að niðurstaðan muni leiða til skyndilegrar hækkunar á leiguverði.

Reglurnar um þak á leiguverði tóku gildi í febrúar á síðasta ári og leiddi til að leiguverð í níutíu prósent íbúða í höfuðborginni myndi miðast við leiguverðið eins og það var í júní 2019 næstu fimm árin.

AP

Yfirvöld í Berlín gripu til þessa ráðs vegna mikillar hækkunar á leiguverði síðustu ár og beindust mótmæli árið 2019 sérstaklega að leigufélögum á borð við Deutsche Wohnen.

Þúsundir komu saman til mótmæla í gær og kom til einhverra átaka milli mótmælenda og lögreglumanna að lokinni kröfugöngu. Safnast var saman við Hermannplatz í Neukölln og gengið að Kottbusser Tor í Kreuzberg í austurhluta borgarinnar.

Fjölmargir höfðu potta og pönnur meðferðis og börðu á pottlok. Var þess krafist að stjórnmálamenn bregðist við því ástandi sem lýst hefur verið sem „leigubrjálæðið“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.