„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 07:45 Ari Eldjárn er vinsælt fórnarlamb þeirra sem vilja narra fólk til að smella á hlekki þar sem því er lofað að ef fólki fylgi ráðleggingum og fari að dæmi Ara þá geti það öðlast skjótfenginn gróða. Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“ Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“
Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent