Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. febrúar 2018 19:15 Skjáskot af falsfréttinni. Ljóst er að búið er að útbúa mynd til að láta líta út fyrir að Ólafur hafi verið í viðtali. Glöggir lesendur taka þó eftir því að hann er í myndveri Kiljunnar á þessari mynd. Vísir/Skjáskot Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum. Rafmyntir Facebook Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum.
Rafmyntir Facebook Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira