„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“ Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 07:45 Ari Eldjárn er vinsælt fórnarlamb þeirra sem vilja narra fólk til að smella á hlekki þar sem því er lofað að ef fólki fylgi ráðleggingum og fari að dæmi Ara þá geti það öðlast skjótfenginn gróða. Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook. Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“ Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Óværan er einhvers konar svindl/vírus sem gengur um Facebook og gengur afar illa að kveða niður. Um virðist að ræða einskonar fjárplógssvindl í formi falsfrétta þar sem segir að þekktur einstaklingur hafi orðið moldríkur á að gera einhvern fjárann og fólk hvatt til að kynna sér hvernig hann fór að við það. Skemmtikrafturinn Ari Eldjárn hefur ekki farið varhluta af þessu uppá síðkastið en sagnfræðingurinn Stefán Pálsson vekur máls á þessu á sinni Facebooksíðu: „Neisko, scamið á internetinu sem þykist ætla að kenna öllum að verða ríkir virðist hætt að notast við Ólaf Jóhann Ólafsson og hefur skipt honum út fyrir Ara Eldjárn. Ég átta mig ekki á því hvort Ari eigi að vera pirraður eða smá upp með sér.“ Vísir hefur fjallað um þetta fyrirbæri áður, til að mynda árið 2018 og ræddi þá við Ólaf Jóhann rithöfund sem hafði þá lengi staðið í því að reyna að stöðva útbreiðslu á falsfrétt um að hann hafi auðgast á Bitcon-viðskiptum en hægt gekk. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð,“ sagði Ólafur Jóhann þá og ljóst að þetta var ekki til þess fallið að kæta hans geð. Ari veit heldur ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, en hann segir þetta vel að merkja í þriðja skipti sem svona scam-herferð fari í gang og hann notaður sem beita. „Sú fyrsta var 2019 og fjallaði um að ég hefði ljóstrað upp um leyndarmál í þættinum „Með Loga” og að bankarnir óttuðust að Eldjárn myndi kenna öllum að græða peninga. Best fannst mér þó lýsingin á mér: „Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn,” segir Ari í svari til Stefáns. En samskonar„scam“ hafði áður gengið um Hafþór Júlíus. Hinn grínaktugi sagnfræðingur á ekki í vandræðum með að botna brandara skemmtikraftsins: „Ég þigg öll mín fjárfestingarráð frá þér og Hafþóri Júlíusi. Treysti hins vegar ekki glottinu á þessum rithöfundi hjá Sony.“
Samfélagsmiðlar Facebook Netglæpir Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira