Erlent

Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa/CJ Gunther

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni.

Frá þessu greinir BBC.

Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn og er hann sagður hafa tekið eigið líf.

Yfirvöld segja enga hættu á ferð fyrir almenning.

„Ég sá mann með einhvers konar vélbyssu, sjálfvirkan riffil, og hann var að skjóta. Ég beygði mig strax niður og varð hræddur,“ hefur AFP eftir Jeremiah Miller, einum starfsmanna FedEx.

Samkvæmt New York Times var lögregla kölluð til um kl. 23. Þá stóð árásin enn yfir en þegar komið var á vettvang fann lögregla strax nokkra einstaklinga sem höfðu verið skotnir til bana.

Að sögn lögreglu voru særðir fluttir á nokkur sjúkrahús í borginni en starfsstöðin er í suðvesturhluta borgarinnar, nærri flugvellinum.

Um 110 nákomnir hafa safnast saman á Holiday Inn Express skammt frá vettvangi, þar sem þeir hafa ekki náð sambandi við ástvini sína sem vinna á umræddri FedEx-stöð. Þess ber þó að geta að starfsmenn mega ekki vera með síma í vinnunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.