Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 20:05 Sigríður Dögg Auðunsdóttir vonast til þess að sér verði treyst til þess að leiða félagið inn í nýja tíma. Aðsend Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur ákveðið að gefa kost sér í stöðu formanns Blaðamannafélags Íslands. Býður hún sig fram ásamt Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem tilkynnti framboð sitt í mars. Greint er frá þessu á vef Blaðamannafélagsins (BÍ) en kosið verður um stöðuna á aðalfundi þess þann 29. apríl. Hjálmar Jónsson, núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningu Sigríðar til BÍ segir hún þörf á því að aðlaga félagið að nútímanum og móta starfsemi þess að breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. „Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“ Mikilvægast að standa þétt við bakið félagsmönnum Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku með hléum frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun. Auk þess hefur hún stofnað og stýrt fjölmiðlum og segist hafa góða innsýn inn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla. Hún segir það vera eitt helsta hlutverk formanns og félagsins að standa þétt við bak blaða- og fréttamanna sem sitja undir ásökunum og ærumeiðingum tengdum störfum sínum og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf. „Þá er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður í tilkynningu sinni til BÍ. „Ég á auðvelt með að vinna með fólki, er hugmyndarík og skipulögð og mér gengur vel að fá fólk í lið með mér þegar þess þarf. Ég er sannfærð um að sá formaður sem Blaðamannafélag Íslands þarf um þessar mundir er sá sem kann að miðla málum, fá fólk til þess að vilja vinna saman, er jákvæður og drífandi, hefur skýra sýn um framtíð félagsins og getur miðlað henni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Blaðamannafélagsins (BÍ) en kosið verður um stöðuna á aðalfundi þess þann 29. apríl. Hjálmar Jónsson, núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningu Sigríðar til BÍ segir hún þörf á því að aðlaga félagið að nútímanum og móta starfsemi þess að breyttum þörfum nýrra tíma með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. „Við þurfum að setjast niður, öll sem eitt, og koma okkur saman um hvað félagið á að standa fyrir, hvaða hlutverki það á að gegna í samfélaginu og gagnvart störfum okkar. Ég tel að nýr formaður eigi að stýra slíku endurbótastarfi og vera leiðtogi í þeirri vinnu og ég er sannfærð um að ég sé rétta manneskjan til þess að gera það.“ Mikilvægast að standa þétt við bakið félagsmönnum Sigríður hefur unnið við blaða- og fréttamennsku með hléum frá árinu 1999 þegar hún lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun. Auk þess hefur hún stofnað og stýrt fjölmiðlum og segist hafa góða innsýn inn í flest störf innan íslenskra fjölmiðla. Hún segir það vera eitt helsta hlutverk formanns og félagsins að standa þétt við bak blaða- og fréttamanna sem sitja undir ásökunum og ærumeiðingum tengdum störfum sínum og verja þá og störf þeirra þegar þess er þörf. „Þá er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að ná fram bættum kjörum og auknu starfsöryggi í stéttinni og vinna að því að efla skilning á mikilvægi fjölmiðla í samfélaginu og þýðingu þeirra í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir Sigríður í tilkynningu sinni til BÍ. „Ég á auðvelt með að vinna með fólki, er hugmyndarík og skipulögð og mér gengur vel að fá fólk í lið með mér þegar þess þarf. Ég er sannfærð um að sá formaður sem Blaðamannafélag Íslands þarf um þessar mundir er sá sem kann að miðla málum, fá fólk til þess að vilja vinna saman, er jákvæður og drífandi, hefur skýra sýn um framtíð félagsins og getur miðlað henni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira