Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 15:21 Derek Chauvin (t.h.) með lögmanni sínum Eric Nelson í réttarsal í gær. Chauvin hefur aldrei rætt dauða George Floyd opinberlega. Vísir/AP Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira
Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53