Fótbolti

Baðst af­sökunar á um­mælunum eftir fyrri leikinn gegn Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp vel pirraður í fyrri leiknum, á Alfredo Di Stefano leikvanginum.
Klopp vel pirraður í fyrri leiknum, á Alfredo Di Stefano leikvanginum. Isabel Infantes/PA Images

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ummæli hans eftir fyrri leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni hafi ekki verið sögð til þess að gera lítið úr spænska liðinu.

Leikurinn fór fram á æfingasvæði Real, eins og allir heimaleikir á þessari leiktíð, en sá þýski var vel pirraður eftir 3-1 tapið og lét gamminn geisa.

Síðari leikur liðanna fór fram í kvöld á Anfield og af því tilefni var Klopp aðspurður út í orðræðu sína eftir fyrri leikinn.

„Fólk hefur talað mikið um þetta. Ég vildi ekki tala af virðingarleysi og ef þeir vilja spila á þessum velli þá er það fínt fyrir mig,“ sagði Klopp.

„Þeir hafa spilað á þessum velli alla leiktíðina og ég þekki stöðuna og veit að þeir eru við það að endurnýja, eða hvað sem þeir eru að gera.“

„Það er fínt en að gera sögu úr þessu sem ég sagði er mikill brandari til þess að vera hreinskilinn. Ef einhver fannst ég tala af virðingarleysi þá er ég miður mín. Það var ekki áætlunin,“ sagði Klopp.

Síðari leikur liðanna í kvöld endaði með markalausu jafntefli og því er Real komið áfram í undanúrslitin en Liverpool situr eftir með sárt ennið.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.