Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 19:20 Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar. Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar.
Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels