Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 13:09 Samtök sem framkvæma þungunarrof eins og Planned Parenthood létu reyna á lögmæti bannsins í Ohio fyrir dómstólum. AP/RIck Bowmer Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade. Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Lögin í Ohio voru sett árið 2017 en samtök sem framkvæma þungunarrof í ríkinu létu reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Læknar geta verið sviptir lækningaleyfi og verið dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi geri þeir þungunarrof hjá konum ef Downs-greining á fóstri átti einhvern þátt í ákvörðun þeirra um þungunarrof. Umdæmisdómstóll taldi lögin þrengja að rétti sumra kvenna til þungunarrofs áður en fóstur er orðið lífvænlegt með ólögmætum hætti. Alríkisáfrýjunardómstóll í Cincinnati sneri þeim úrskurði við. Töldu níu dómara af sextán að lögin hindruðu konur ekki í að komast í þungunarrof að verulegu leyti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði sex dómara við réttinn sem hefur tekið skarpa hægri beygju undanfarin ár. Dómarinn sem skrifaði meirihlutaálitið sagði að lögin tryggðu hagsmuni Ohio-ríkis að uppræta smánun barna með Downs-heilkenni og hvetja lækna til þess að bregðast við greiningu með „umhyggju og heilun“. Sjö dómarar sem vildu ógilda lögin bentu á að afleiðing bannsins yrði sú að læknar og þungaðar konur hættu að ræða ástæðu þess að þær veldu að gangast undir þungunarrof. Sökuðu þeir meirihlutann um að sýna dómafordæmi hæstaréttar um að konur hafi rétt til þungunarrofs fyrirlitningu. Dómsmálaráðherra Arkansas óskaði eftir því að Hæstiréttur Bandaríkjanna tæki upp lögmæti sambærilegra laga sem voru samþykkt þar en áfrýjunardómstóll felldi úr gildi í janúar. Hæstiréttur er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara. Repúblikanar og íhaldssamir aðgerðasinnar vinna nú að því að koma málum sem varða rétt kvenna til þungunarrofs fyrir dómstólinn í þeirri von að íhaldssömu dómararnir snúi við dómafordæminu sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade.
Bandaríkin Þungunarrof Downs-heilkenni Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira