Í samtali við fréttastofu segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að slys á fólki hafi verið óveruleg en sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang, ásamt slökkviliðsbíl sem ætlað var að sinna hreinsunarstarfi.
Ökumaður og farþegar bifreiðarinnar komust út af sjálfsdáðum, en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn talsvert skemmdur.


