Innlent

Ekkert heyrst frá Elvis Valca

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elvis Valca hefur verið leitað á sjötta dag.
Elvis Valca hefur verið leitað á sjötta dag. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum 27 ára gamla Albana, Elvis Valca. Lögregla lýsti eftir Elvis fimmtudaginn 8. apríl en hann hefur ekki komið í leitirnar.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að ekki sé hægt að upplýsa um ástæður þess að lögregla lýsi eftir Elvis.

Í tilkynningu lögreglu á fimmtudag voru þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Elvis Valca eða hafa hugmynd um hvar hann sé að finna vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Þá má koma koma upplýsingum á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.