Erlent

Einn þekktasti lög­fræðingur Noregs myrtur í Osló

Atli Ísleifsson skrifar
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. EPA

Norski lögfræðingurinn Tor Kjærvik var myrtur í íbúð í hverfinu Røa í höfuðborginni Osló í gærkvöldi. Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn.

NRK segir frá þessu en Kjærvik hefur verið verjandi sakborninga í fjölda morðmála, sem mikið hefur verið fjallað um, í gegnum árin.

Tor Gulbrandsen hjá Oslóarlögreglunni segir í samtali við NRK að maður á fertugaldri sé í haldi vegna gruns um að hafa skotið Kjærvik til bana. Er tekið fram að maðurinn sé Norðmaður.

Tor Kjærvik.AVT.no

Kjærvik varð sjötugur í mars síðastliðinn, en lögregla staðfesti í morgun að hann og gerandinn tengist nánum böndum.

Nágrannar segjast hafa heyrt sjö skothljóð og svo mikið öskur. Skömmu síðar hafi svo heyrst hróp úti á götu og þá hafi sést til manns með skotvopn hlaupa yfir götuna.

Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt manninn sem er í haldi. Hald hefur verið lagt á skotvopn sem er talið vera morðvopnið.

Kjærvik er vel þekktur í Noregi, en hann var meðal annars verjandi sakborninga í Orderud-málinu svokallaða þar sem þrír voru skotnir til bana á heimili í Sørum í maí 1999.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.