Erlent

Skaut mann ítrekað fyrir utan sjúkrahús í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn flúði af vettvangi á mótorhjóli.
Árásarmaðurinn flúði af vettvangi á mótorhjóli. EPA/YOAN VALAT

Lögreglan í París letar manns sem hóf skothríð fyrir utan sjúkrahús í borginni í dag. Hann skaut einn til bana og særði konu alvarlega, áður en hann flúði af vettvangi á mótorhjóli.

Konan sem særðist í árásinni er öryggisvörður á Henry Dunan sjúkrahúsinu í sextánda hverfi Parísar en samkvæmt frétt France24, segir lögregluþjónn að árásarmaðurinn hafi deilt við hana þegar hinn látni greip þar inn í.

Þá skaut árásarmaðurinn nokkrum skotum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vitnum að hann hafi skotið nokkrum skotum í höfuð hins látna, þar sem hann lá í götunni eftir fyrstu skotin.

AFP fréttaveitan segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir en lögreglan telur hana ekki tengjast hryðjuverkastarfsemi.

Francis Szpiner, borgarstjóri sextánda hverfis Parísar, segir að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Svo virðist sem að um hefnd hafi verið að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×