Karitas fimmti leikmaður KFR til að spila fyrir kvennalandsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 13:31 Karitas sést hér reyna stöðva Sveindísi Jane Jónsdóttur. Karitas mun leika með Blikum næsta sumar og þó Sveindís Jane sé farin í atvinnumennsku eru þær samherjar í íslenska landsliðinu í dag. Vísir/Vilhelm Þegar Karitas Tómasdóttir kom inn af varamannabekk íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu á dögunum varð hún fimmti leikmaður Knattspyrnufélags Rangæinga til að landsleik. Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00. Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira
Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00.
Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira