Karitas fimmti leikmaður KFR til að spila fyrir kvennalandsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 13:31 Karitas sést hér reyna stöðva Sveindísi Jane Jónsdóttur. Karitas mun leika með Blikum næsta sumar og þó Sveindís Jane sé farin í atvinnumennsku eru þær samherjar í íslenska landsliðinu í dag. Vísir/Vilhelm Þegar Karitas Tómasdóttir kom inn af varamannabekk íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu á dögunum varð hún fimmti leikmaður Knattspyrnufélags Rangæinga til að landsleik. Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00. Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Alls hafa fimm leikmenn sem hófu feril sinn hjá KFR spilað fyrir A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið sami uppgangur hjá körlunum en KFR bíður enn eftir sínum fyrsta A-landsliðsmanni þar. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu ytra í æfingaleik um helgina. Var þetta fyrsti leikur íslenska kvennalandsiðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Karitas Tómasdóttir, núverandi leikmaður Breiðabliks, kom inn af varamannabekk Íslands í hálfleik. Karitas er fædd og uppalin á Suðurlandi og skipti aðeins yfir í Breiðablik fyrr á þessu ári. Þó hún hafi spilað á Selfossi nær allan sinn feril hér á landi – ásamt því að spila í bandaríska háskólaboltanum – þá er Karitas frá Hellu í Rangárvallasýslu. Þar er KFR staðsett og er hún fimmti leikmaðurinn íslenska kvennalandsliðsins sem á rætur að rekja þangað. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins, vakti athygli frá þessu á Twitter-síðu sinni. Dagný er einnig frá Hellu og því meðal þeirra fimm sem hafa leikið með íslenska landsliðinu. Til að gera tölfræðina enn áhugaverðari eru tvær af þremur markahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi úr Rangárvallasýslu. Til hamingju með fyrsta landsleikinn þinn @karitas14 Til fjölmiðlamanna landsins þá er hún ekki Selfyssingur né hefur spilað þar allan sinn feril. Fædd og uppalin í Rangárvallasýslunni í götunni við hliðiná heima á Hellu. Fimmti leikmaður KFR sem spilar A-landsleik! — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) April 11, 2021 Dagný er önnur en hún hefur skorað 29 mörk í 90 leikjum fyrir Íslands hönd. Þar á eftir kemur Hólmfríður Magnúsdóttir. Hún lagði skóna á hilluna nýverið en lék á ferli sínum alls 113 A-landsleiki og skoraði í þeim 37 mörk. Margrét Lára Viðarsdóttir trónir á toppi listans með 79 mörk og virðist vera nokkuð langt í að það met verði slegið. Hinar tvær sem á eftir að nefna eru Hrafnhildur Hauksdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Hrafnhildur lék fjóra A-landsleiki á árunum 2016 og 2017. Hún leikur í dag með FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Bryndís Lára kom svo inn af varamannabekknum í æfingaleik gegn Skotlandi í janúar 2019. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 en hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. Hún samdi við Víking nýverið og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni. Karítas gæti leikið sinn annan landsleik á morgun er Ísland og Ítalía mætast á nýjan leik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 13.40 og leikurinn sjálfur klukkan 14.00.
Fótbolti Rangárþing ytra Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti