Bretar fá að heimsækja krár að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 23:12 Bretar fá að heimsækja krár að nýju frá og með morgundeginum en fá þó aðeins að njóta utandyra. EPA-EFE/STRINGER Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hundruð þúsundir fyrirtækja þurftu að skella í lás í byrjun janúar í Englandi og hafa ekki fengið að opna dyr sínar að nýju fyrr en nú. Útgöngubann var sett á í þriðja sinn í Englandi í byrjun janúar eftir að kórónuveirutilfellum fór fjölgandi með „Kent“-afbrigðinu eins og það er kallað. Vegna bólusetningarátaks sem hrundið var af stað í kjölfarið hefur nú meira en helmingur fullorðinna í Englandi verið bólusettur og segja heilbrigðisyfirvöld að vegna útgöngubannsins hafi dauðsföllum fækkað um 95 prósent og smitum um 90 prósent miðað við í janúar. Í dag létust sjö af völdum kórónuveirunnar og hafa ekki svo fáir látist af völdum hennar í Englandi síðan 14. september síðastliðinn. Samkvæmt frétt Reuters hefur efnahagsástandið í Bretlandi ekki verið jafn slæmt í þrjár aldir og er því nauðsynlegt að bresk fyrirtæki geti hafið störf að nýju. Verslunareigendur í Bretlandi eru sagðir hafa tapað um 27 milljörðum punda síðasta árið, eða um 22 þúsund milljarðar íslenskra króna. Búðir, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, munu fá að opna dyr sínar að nýju bæði í Englandi og Wales á morgun en munu þurfa að bíða til 26. apríl í Skotlandi. Krár og veitingastaðir mega aðeins taka við gestum sem sitja utandyra frá morgundeginum. Gestir munu þó aðeins geta fengið sér í glas borði þeir með veigunum, alla vega til að byrja með. Ekki má þjóna til borðs innan dyra fyrr en 17. maí hið fyrsta.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. 29. mars 2021 13:29