Fótbolti

Íslendingarnir vermdu bekkinn á Ítalíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andri Fannar hefur aðeins fengið að spreyta sig í fimm leikjum í Serie A í vetur.
Andri Fannar hefur aðeins fengið að spreyta sig í fimm leikjum í Serie A í vetur. vísir/getty

Íslenskir knattspyrnumenn fengu ekki að spreyta sig í ítalska fótboltanum í dag.

Ungstirnið Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans, Bologna, beið lægri hlut fyrir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni þar sem Borja Mayoral gerði eina markið í 1-0 sigri Rómverja.

Í B-deildinni sat Óttar Magnús Karlsson allan tímann á varamannabekk Venezia sem vann 3-0 sigur á Cosenza.

Venezia komið í 4.sæti B-deildarinnar og ljóst að liðið mun keppa í umspili um sæti í efstu deild í vor.

Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópi Venezia en alls eru þrír Íslendingar á mála hjá félaginu þar sem hinn 17 ára gamli Jakob Franz Pálsson leikur með unglingaliði félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×