Innlent

Hafa samband við eigendur brunnhúss þar sem kona féll

Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Brunnhúsið við Lágafellskirkju þar sem kona féll niður.
Brunnhúsið við Lágafellskirkju þar sem kona féll niður. Vísir/Sigurjón

Fulltrúar Mosfellsbæjar ætla að hafa samband við eigendur brunnhúss eftir að kona féll þar niður og lenti í sjálfheldu í gærkvöldi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að brunnhúsið hafi verið lokað en einhver hafi opnað það.

Slökkviliðsmenn björguðu konu upp úr því sem Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, lýsti sem brunni eða gamalli rotþró við Vísi í morgun. Konan féll einn og hálfan til tvo metra ofan í vatn og komst ekki upp sjálf. Félögum hennar tókst að halda henni upp úr vatninu þar til slökkvilið kom á staðinn.

Konan var orðin köld og þrekuð en gat þó gengið sjálf í sjúkrabíl sem flutti hana á sjúkrahús til skoðunar.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við fréttastofu að um gamalt brunnhús sé að ræða. Það hafi verið vatnsból á bújörð á einkalandi í einkaeigu. Brunnhúsið hafi verið lokað en að einhver hafi greinilega opnað það. 

Starfsmenn bæjarinar hafi farið á staðinn í gærkvöldi og lokað brunnhúsinu. Bærinn muni hafa samband við eigendur í framhaldinu.

Leiðrétting Upphaflega fylgdi fréttinni mynd af brunnhúsi í Mosfellsbæ. Hún var fjarlægð þegar í ljós kom að hún var af öðru brunnhúsi nærri þeim stað þar sem konan féll niður.


Tengdar fréttir

Hífðu konu upp úr brunni við Lágafellskirkju

Kona sem féll um tvo metra niður í brunn nærri Lágafellskirkju í Mosfellsbæ var orðin köld og þrekuð þegar slökkviliðsmenn náðu að bjarga henni upp. Samferðarfólk konunnar náði að halda henni upp úr vatni þar til slökkvilið kom á staðinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.