Erlent

Raf­magns- og vatns­laust eftir aðra sprengingu í eld­fjallinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Aska liggur yfir Kingstown á Sankti Vinsent.
Aska liggur yfir Kingstown á Sankti Vinsent. AP/Lucanus Ollivierre

Meirihluti eyjunnar Sankti Vinsent í Karíbahafi er án rafmagns eftir að önnur sprenging varð í eldfjallinu La Soufriere. Þá er búið að loka fyrir vatn vegna öskufalls.

Sprengigos hófst í fjallinu á föstudag sem neyddi sextán þúsund manns til þess að yfirgefa heimili sín. Þúsundir hafa gist í tjöldum síðan þá.

Gosið hefur dreift ösku yfir alla eyjuna og á haf út. Íbúum á Barbados, um tvö hundruð kílómetra austan við Sankti Vinsent, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra vegna mengunar frá eldfjallinu.

Almannavarnir Sankti Vinsent greindu frá því í dag að mikið rafmagnsleysi sé nú á eyjunni og aska þekji allt eftir aðra sprengingu í eldfjallinu. Þrumur og eldingar eru í gosmekkinum.

Von er á aðstoð hermanna frá Barbados og nágrannaríki eins og Antígva og Gvæjana hafa boðist til þess að senda neyðarvistir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eyríki hafa einnig boðist til þess að taka við fólki sem flýr gosið.


Tengdar fréttir

Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent

Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. 

Rýmingar vegna yfir­vofandi hættu á sprengi­gosi

Vísindamenn telja nú stutt í að sprengigos kunni að hefjast í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt þúsundum að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.