Bóluefni Pfizer kunni að virka verr gegn suðurafríska afbrigðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 09:57 Hundrað ára maður bólusettur með bóluefni Pfizer á hjúkrunarheimili í Tel Aviv. Nir Keidar/Anadolu Agency via Getty Virkni bóluefnis Pfizer gegn svokölluðu suðurafrísku afbrigði kórónuveirunnar virðist nokkru minni en gegn öðrum afbrigðum, ef marka má niðurstöður ísraelskrar rannsóknar á bóluefninu. Útbreiðsla afbrigðisins er þó lítil í Ísrael og niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið ritrýndar. Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í rannsókninni. Helmingur viðfangsefna hafði fengið einn eða tvo skammta af bóluefni Pfizer fyrir fjórtán dögum eða meira þegar rannsóknin var framkvæmd, en hinn helmingurinn var óbólusettur. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa greinst með kórónuveiruna. Suðurafríska afbrigðið taldi þó ekki nema um eitt prósent þeirra sem tóku þátt og voru sýktir af kórónuveirunni. Um átta sinnum fleiri bólusettir þátttakendur greindust með kórónuveiruna heldur en óbólusettir, 5,4 prósent á móti 0,7 prósent. Það er talið benda til þess að virkni Pfizer-bóluefnisins sé minni en gegn upphaflegu afbrigði kórónuveirunnar og því breska en gegn því suðurafríska, hvers vísindalega heiti er B.1.351. Langflestir þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Ísrael að undanförnu hafa greinst með breska afbrigðið. „Við greindum hlutfallslega fleiri tilfelli suðurafríska hjá fólki sem hafði fengið seinni skammt bóluefnisins, samanborið við óbólusetta hópinn. Þetta þýðir að suðurafríska afbrigðið getur, upp að einhverju marki, brotið sér leið í gegnum verndina sem bóluefnið veitir,“ hefur Reuters eftir Adi Stern hjá Tel Aviv-háskóla. Vísindamennirnir að baki rannsókninni hafa þó bent á að hópurinn sem rannsóknin beindist að var fámennur og að útbreiðsla suðurafríska afbrigðisins í Ísrael væri lítil. Þá væri erfitt að álykta almennt um vernd bóluefna út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem aðeins var litið til þeirra sem greinst höfðu með kórónuveiruna, en ekki smittíðni. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Hátt í átta hundruð manns tóku þátt í rannsókninni. Helmingur viðfangsefna hafði fengið einn eða tvo skammta af bóluefni Pfizer fyrir fjórtán dögum eða meira þegar rannsóknin var framkvæmd, en hinn helmingurinn var óbólusettur. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa greinst með kórónuveiruna. Suðurafríska afbrigðið taldi þó ekki nema um eitt prósent þeirra sem tóku þátt og voru sýktir af kórónuveirunni. Um átta sinnum fleiri bólusettir þátttakendur greindust með kórónuveiruna heldur en óbólusettir, 5,4 prósent á móti 0,7 prósent. Það er talið benda til þess að virkni Pfizer-bóluefnisins sé minni en gegn upphaflegu afbrigði kórónuveirunnar og því breska en gegn því suðurafríska, hvers vísindalega heiti er B.1.351. Langflestir þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Ísrael að undanförnu hafa greinst með breska afbrigðið. „Við greindum hlutfallslega fleiri tilfelli suðurafríska hjá fólki sem hafði fengið seinni skammt bóluefnisins, samanborið við óbólusetta hópinn. Þetta þýðir að suðurafríska afbrigðið getur, upp að einhverju marki, brotið sér leið í gegnum verndina sem bóluefnið veitir,“ hefur Reuters eftir Adi Stern hjá Tel Aviv-háskóla. Vísindamennirnir að baki rannsókninni hafa þó bent á að hópurinn sem rannsóknin beindist að var fámennur og að útbreiðsla suðurafríska afbrigðisins í Ísrael væri lítil. Þá væri erfitt að álykta almennt um vernd bóluefna út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, þar sem aðeins var litið til þeirra sem greinst höfðu með kórónuveiruna, en ekki smittíðni.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira