Enski boltinn

Töl­fræðin sem sýnir hversu öflugur Mason Mount er

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mount með boltann í leiknum á Selhurst Park í dag.
Mount með boltann í leiknum á Selhurst Park í dag. Darren Walsh/Getty

Mason Mount hefur verið einn allra öflugasti leikmaður Chelesa á leiktíðinni og það sýnir tölfræðin.

Mount var ofarlega á listanum yfir þá leikmenn sem Frank Lampard hélt upp á en Lampard fékk sparkið í desember.

Einhverjir héldu þá að Mount myndi missa sæti sitt í liðinu og hann sat á bekknum í fyrsta leik undir stjórn Thomas Tuchels.

Eftir það hefur hann hins vegar farið á kostum. Síðan Tuchel tók við hefur hann skorað flest mörk Chelsea liðsins.

Hann hefur ekki bara skorað flest mörk því hann hefur skotið flestum skotum, fiskað flestar aukaspyrnur og skapað flest færi.

Einnig hefur hann átt flestar snertingar inn í vítateig andstæðinganna og má segja að Mount sé allt í öllu í sóknarleik Chelsea.

Chelsea er eftir 4-1 sigurinn á Crystal Palace í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×