Innlent

Gagnrýna „órökstuddar og jafnvel óvísindalegar“ aðgerðir

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hóp­ur fólks var saman kominn á Aust­ur­velli fyrr í dag til að mót­mæla sótt­varnaaðgerðum stjórn­valda.
Hóp­ur fólks var saman kominn á Aust­ur­velli fyrr í dag til að mót­mæla sótt­varnaaðgerðum stjórn­valda. Sigurður Ingvarsson

Hóp­ur fólks var saman kominn Aust­ur­velli fyrr í dag til að mót­mæla sótt­varnaaðgerðum stjórn­valda.

„Við vorum um fjörutíu manns í dag en höfum áður verið um sextíu eða sjötíu. Við hittumst hérna um helgar og göngum saman,“ segir Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, en hann er einn þeirra sem fer fyrir hópnum sem kennir sig við Covid-spyrnuna.

„Við erum í raun að mótmæla öfgafullum aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Við viljum til dæmis ekki að landinu sé lokað þegar það er búið að bólusetja fólk í áhættuhópnum. Það eru engin rök fyrir því að nýta ekki þau ótrúlegu tækifæri sem eru fyrir hendi í dag til fá ferðamenn til landsins og koma ferðamannaiðnanum aftur af stað,“ segir Jóhannes og vísar til eldgossins í Geldingadölum.

Eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni hélt fólk á mótmælaspjöldum. Á einu spjaldinu er RNA-bóluefnum mótmælt.

Jóhannes kallar eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðir yfirvalda og segir að hópurinn muni hittast á Austurvelli aftur um næstu helgi til að mótmæla. „Við erum að gagnrýna órökstuddar og jafnvel óvísindalegar aðgerðir yfirvalda“, segir Jóhannes.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×