Erlent

Klúður í Tyrk­lands­heim­sókn rænir for­seta leið­toga­ráðsins svefni

Kjartan Kjartansson skrifar
Michel (t.h.) hlaut bágt fyrir að standa ekki við bakið á Ursulu von der Leyen (f.m.) þegar þau funduðu með Recep Erdogan í Tyrklandi í vikunni.
Michel (t.h.) hlaut bágt fyrir að standa ekki við bakið á Ursulu von der Leyen (f.m.) þegar þau funduðu með Recep Erdogan í Tyrklandi í vikunni. AP/Burhan Ozbilici

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni.

Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina.

Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum.

„Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í.

Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands.


Tengdar fréttir

Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen

Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.