„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:42 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53
„Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42