Fótbolti

Ó­vænt úr­slit í Úkraínu á meðan Rúss­land vann í Portúal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Norður-Írland vann frækinn 2-1 sigur í Úkraínu í kvöld.
Norður-Írland vann frækinn 2-1 sigur í Úkraínu í kvöld. @FIFAWWC

Þrír leikir fóru fram í umspili Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í kvöld. Tékkland gerði 1-1 jafntefli við Sviss, Norður-Írland vann Úkraínu á útivelli og sömu sögu er að segja af Rússlandi sem heimsótti Portúgal.

Það var vítaspyrnudrama í Tékklandi en heimakonur komust yfir þegar Katerina Svitkova – samherji Dagnýju Brynjarsdóttur hjá West Ham United – skoraði úr vítaspyrnu á 49. mínútu. Það var komið á lokamínútu leiksins þegar gestirnir fengu vítaspyrnu.

Ana-Maria Crnogorcevic – leikmaður Barcelona – fór á punktinn og jafnaði metin. Lokatölur 1-1 og Sviss því í ágætis málum fyrir síðari leikinn.

Óvæntustu úrslit kvöldsins komu í Úkraínu þar sem Norður-Írland vann 2-1 útisigur. Rachel Furness kom gestunum yfir strax á fimmtu mínútu. Daryna Apanaschenko jafnaði metin fyrir Úkraínu jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks og þar við sat þangað til í síðari hálfleik.

Simone Magill skoraði sigurmark leiksins þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Lokatölur 2-1 og Norður-Írland í frábærri stöðu.

Að lokum tryggði Nelli Korovkina Rússlandi 1-0 sigur í Portúga. Síðari leikir liðanna fara fram á þriðjudag og þá kemur í ljós hvaða lið fara á EM sem fram fer sumarið 2022.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.