Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar Snorri Másson skrifar 9. apríl 2021 16:03 Héraðsdómur Reykjavíkur og spegilmynd stjórnarheimilisins í Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, sagði úrskurð héraðsdóms um lögmæti skyldudvalar á sóttkvíarhóteli „alvarlega aðför að sóttvörnum landsins og úrræðum sem þarf að vera hægt að grípa til á óvissu- og hættutímum.“ Dómarafélagið fer hörðum orðum um þessar yfirlýsingar: „Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins.“ Svo virðist sem yfirlýsingu Dómarafélagsins sé einkum beint til Læknafélagsins, en aðrir en Læknafélagið hafa gagnrýnt dómstóla. Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir hafa sagt niðurstöðu héraðsdóms vonbrigði og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að dómstólnum hlyti að hafa orðið á mistök. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld á sama hátt í gær fyrir að grafa undan íslenskum dómstólum. „Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Bjarni. Ítrekuð ummæli um vonbrigði með dómstóla væru ótæk í lýðræðisríki, einkum í viðkvæmu ástandi eins og nú. Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir. Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 „Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélagsins, sagði úrskurð héraðsdóms um lögmæti skyldudvalar á sóttkvíarhóteli „alvarlega aðför að sóttvörnum landsins og úrræðum sem þarf að vera hægt að grípa til á óvissu- og hættutímum.“ Dómarafélagið fer hörðum orðum um þessar yfirlýsingar: „Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins.“ Svo virðist sem yfirlýsingu Dómarafélagsins sé einkum beint til Læknafélagsins, en aðrir en Læknafélagið hafa gagnrýnt dómstóla. Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir hafa sagt niðurstöðu héraðsdóms vonbrigði og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að dómstólnum hlyti að hafa orðið á mistök. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýndi heilbrigðisyfirvöld á sama hátt í gær fyrir að grafa undan íslenskum dómstólum. „Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Bjarni. Ítrekuð ummæli um vonbrigði með dómstóla væru ótæk í lýðræðisríki, einkum í viðkvæmu ástandi eins og nú. Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir.
Yfirlýsing Dómarafélags Íslands Stjórnarskrá lýðveldisins og skuldbindingar íslenska ríkisins á sviði mannréttinda byggjast meðal annars á því að stjórnvöld verði að hafa lagaheimild til að skerða frelsi borgaranna. Í réttarríki er það hlutverk sjálfstæðra dómstóla að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þessa skyldu sína. Málefnaleg gagnrýni á störf dómstóla á alltaf rétt á sér. Óvarlegar fullyrðingar á borð við að dómstólar gangist fyrir aðför að sóttvörnum á óvissu- og hættutímum eru ekki í samræmi við efnisatriði málsins og til þess fallnar að grafa undan stoðum réttarríksins. Stjórn Dómarafélags Íslands, Reykjavík 9. apríl 2021 Bergþóra Ingólfsdóttir, Karl Axelsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen, Kristrún Kristinsdóttir.
Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 „Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
„Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, segir Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar vaða í villu og svíma í tali sínu um sóttvarnarlög. Þá skammar hún Kára fyrir að tala dómsstóla niður. 9. apríl 2021 07:15