Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 15:00 Eldfjallið spúir miklu magni af gosefnum og gasi út í andrúmsloftið. UWI Seismic Research Centre Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Á síðustu dögum hefur virkni í eldfjallinu aukist til muna þar sem eldgos var þegar hafið. Í nótt var staðan metin á þann veg að sprengigos kunni að vera yfirvofandi, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt 1.600 manns sem búa á norðurhluta eyjunnar að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar en almannavarnir staðfestu í dag að sprengigos væri hafið. Jarðvísindastofnun Háskólans í Vestur-Indíum segir að sprengigosið hafi byrjað klukkan 8:41 að staðartíma en jarðskjálftavirkni hafði mælst á svæðinu frá því í gær. Voru skjálftarnir taldir vera merki um að kvika væri að nálgast yfirborðið. Photos from the explosive eruption that occurred at La Soufriere, SVG at 8:41 am local time. Ash has begun to fall on the flanks of the volcano and surrounding communities including Chateaubelair and Petite Bordel. Some has gone offshore and has even reached the Observatory. #svg pic.twitter.com/geoG4nOyrK— UWISeismic Research (@uwiseismic) April 9, 2021 Að sögn almannavarna nær öskustrókur nú yfir sex þúsund metra upp í loftið og er á leið austur yfir Atlantshafið. Erouscilla Joseph, yfirmaður jarðvísindastofnunarinnar, varaði við því í samtali við AP-fréttaveituna að hugsanlega sé von á frekari sprengingum. Fjórum skemmtiferðaskipum hefur verið siglt til eyjarinnar til að aðstoða við rýmingu. Forsætisráðherrann Ralph Gonsalves sagði á blaðamannafundi að einungis þeir sem hafi verið bólusettir við Covid-19 fái að fara um borð í skipin eða fái úthlutað tímabundnu hæli á nærliggjandi eyjum. The majesty that is #LaSoufrière is awake in all her terrifying glory. https://t.co/2rnbZg1baM pic.twitter.com/ZBYgS6mHcT— Heidi Badenock (@heidibadenock) April 9, 2021 Yfirvöld í Sankti Lucia, Grenada, Barbados og Antigua hafa samþykkt að taka við fólki sem flýr nú gosið. Fram kemur á Vísindavefnum að sprengigos einkennist af mikilli gosgufu og gosmöl. Stafa þau aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Rísi bergbráð hratt upp úr jörðu verður ferlið með hraða sprengingar og hraunslettur og gufa þeytast hátt í loft upp. Til samanburðar kemur nær eingöngu upp hraun í hraungosum. Eldfjallið La Soufrière gaus síðast árið 1979, eða fyrir 42 árum síðan. Ekkert manntjón var í því gosi en um 1.600 þúsund manns létust þegar það gaus árið 1902. Gerðist það skömmu eftir að eldgos hófst í Mt Pelee á eyjunni Martinique með þeim afleiðingum að bærinn Saint-Pierre gjöreyðilagðist og yfir 30 þúsund manns létust. Aftur hefur borið á virkni í Mt Peele en í byrjun desember var svæðið sett á gult viðvörunarstig vegna skjálftavirkni. Er það í fyrsta sinn sem svo er gert frá því það gaus síðast árið 1932. The La Soufriere volcano in St Vincent has moved into an explosive state. pic.twitter.com/TxRl2O8eDE— Jamaica Observer (@JamaicaObserver) April 9, 2021 Sankti Vinsent er hluti af ríkinu Sankti Vinsent og Grenadíneyjum, með sína 110 þúsund íbúa. Flestir búa í höfuðborginni Kingstown sem er að finna á suðurhluta Sankti Vinsent. La Soufrière er á norðurhluta eyjarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sankti Vinsent og Grenadínur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira